Shortcut: WD:FAQ

Help:FAQ/is

From Wikidata
Jump to navigation Jump to search
This page is a translated version of the page Help:FAQ and the translation is 98% complete.
Outdated translations are marked like this.

Almennt

  1. Hvar get ég fundið spurt og svarað á mínu tungumáli?
    Sjá „önnur tungumál” efst á þessari síðu og veldu þitt tungumál. Ef tungumálið þitt birtist ekki, þá merkir það að síða hefur ekki enn verið þýdd á það tungumál. Til að setja upp vara tungumál sem Wikidata mun sjálfvirkt nota til vara ef efnið er ekki til á þínu tungumáli, sjáðu Help:Navigating Wikidata/User Options.
  2. Hvernig get ég breytt tungumála stillingunum mínum ? Er hægt að breyta gögnum á fleiri en einu tungumáli ?
    Hægt er að breyta tungumála stillingunum þínum á nokkra vegu, en Babel viðbótin er besti möguleikinn fyrir fjöltyngda notendur sem eru að breyta á Wikidata. Viðbótin leyfir notendum að skoða og bæta upplýsingum við reiti í hlutum (þá sérstaklega merkimiða, lýsingar og samheiti) á nokkrum tungumálum. Þú getur virkjað Babel viðbótina með því að setja #babel töfraorðið á notendasíðuna þína — vinsamlegast sjáðu Help:Navigating Wikidata/User Options fyrir nánari upplýsingar.

Hugtök

  1. Hver er munurinn á staðhæfingum, eiginleikum og sérgreinum ? Hvar get ég fundið frekari upplýsingar um Wikidata hugtök ?
    Orðalistinn er ágætur upphafspunktur. Hjálpar síðurnar gefa einnig kynningu á mikilvægum hugtökum Wikidata.
  2. Hvað eru gagnagerðir ? Hverjar eru studdar núna í Wikidata ?
    Gagnagerðir eiga við þær gerðir gagna gilda sem er hægt að bæta við eiginleika í staðhæfingu. Takmarkanir á því hvað má bæta við sem gildi ræður hvaða gagna gerð er notuð. Til dæmis má aðeins setja texta sem gildi fyrir eiginleikann "lit", aðeins tölur fyrir eiginleikann "fólksfjöldi" og aðeins skrár fyrir eiginleikann "Commons margmiðlunarskrá". Fyrir lista yfir gagnagerðir sem eru studdar af Wikidata sjáðu Special:ListDatatypes. Aðrar gerðir eru í þróun og verða aðgengilegar fljótlega. Fyrir frekari upplýsingar sjáðu Help:Properties.
  3. Hvað er interwiki árekstur? Hvað get ég gert í því?
    Interwiki árekstur er þegar tveir eða fleiri hlutir eru til fyrir eitt viðfangsefni eða sömu síðuna á Wikimedia verkefni, til dæmis Wikipedia grein. Vinsamlegast tilkynntu villuna á Wikidata:Interwiki conflicts. Sjáðu einnig Help:Merge.

Taka þátt

  1. Ég er nýkomin/n hingað. Hvað get ég gert og hvernig get ég hjálpað til?
    Velkomin/n! Við erum ánægð með að hafa þér hérna! Það er margt sem hægt er að gera til að taka þátt á Wikidata, frá því að bæta og þýða skjölun til áætlunargerðar og leggja til nýja eiginleika til að styðja við gögn. Ef þú ert að leita eftir leiðum til að taka þátt þá mælum við með Wikidata:Contribute fyrir yfirsýn yfir þau ólíku hlutverk og verkefni sem notendur geta unnið (auk þess að breyta gögnum).
  2. Hvað ætti ég að breyta?
    Ef þú veist hvernig á að breyta og vilt lítið verkefni til að hefjast handa, smelltu hér til að bæta handahólfsvaldan hlut (þessi tengill er líka alltaf aðgengilegur í hliðarstikunni til vinstri undir heitinu "Random page"). User:Magnus Manske hefur einnig hannað the Wikidata leikinn, gangvirkt viðmót sem gerir notendur kleift að bæta Wikidata með því að breyta einni staðhæfingu í einu. Þú getur líka unnið að ákveðum hlut og stefnt að því að gera hann að "showcase item". "Showcase item" eru hlutir sem sýna hversu ítarlega Wikidata getur sýnt gögn sem eru vistuð á Wikidata. "Showcase item" ætti að hafa að minnsta kosti 10 staðhæfingar auk annara gilda. Fyrir frekari upplýsingar sjáðu Wikidata:Showcase items.
  3. Hvar get ég leitað eftir hjálp?
    Fyrsti vettvangurinn þinn ætti að vera hjálpar gáttin þar sem þú getur fundið alla skjölun um hvernig á að nota og breyta Wikidata. Ef þú ert enþá ráðalaus, skrifaðu skilaboð á pottinn.
  4. Hvað er WikiVerkefni?
    WikiVerkefni á wikidata eru hópar notenda sem vinna saman að því að bæta efni og efnistök ákveðins viðfangsefnis. Þessi vinna er mismunandi og getur innihaldið umræður og tillögur um nýja eiginleika til að styðja við viðfangsefnið, þróun á stefnum fyrir rétta notkun á þessum eiginleikum, samskipti við svipuð verkefni, ýta eftir því að gagnagerðir séu studdar af Wikidata, stofnun heimilda fyrir notendur (t.d. áreiðanlegar heimildir fyrir viðfangsefnið) og fleira. Hvaða notandi sem er getur tekið þátt í WikiVerkefni eða stofnað sitt eigið. Fyrir lista yfir núverandi WikiVerkefni, sjáðu hérna.

Breytingar

  1. Ég sé ekki „breyta” flipann fyrir hluti eða eiginleika. Hvar er hann ? Afhverju get ég ekki séð frumkóða allra síðna ?
    Þó Wikidata sé byggt á MediaWiki wiki hugbúnaðinum, þá notar það einnig Wikibase hugbúnaðinn sem býður upp á aðra gerð breytinga bara fyrir gagna skipanir. Í wikidata eru aðal og eiginleika nafnrýmin frátekin fyrir að breyta gögnum. Fyrir síður í þessum nafnrýmum getur þú eingöngu breytt viðkomandi atriði hlutar eða eiginleika með margvígslegum breytingartenglum. Það er heldur ekki hægt að skoða frumkóða þessara síðna. Fyrir frekari upplýsingar um breytingu hluta og eiginleika, sjáðu Help:Items og Help:Properties.
  2. Hvernig bý ég til nýja síðu? Hvað með nýjan hlut ?
    Síður utan aðal og eiginleika nafnrýma eru búnar til á sama hátt og á öðrum wikimedia síðum. Til að búa til nýjan hlut notaðu Special:NewItem síðuna (hún er einnig aðgengileg undir "Create a new Item" í hliðarstikunni til vinstri). Fyrir frekari upplýsingar um stofnun hluta, sjáðu Help:Items. Fyrir frekri upplýsingar um breytingu wiki síðna, sjáðu Help:Navigating Wikidata.
    Eiginleika er bara hægt að búa til af eiginleika stofnendum og stjórnendum. Til að leggja til nýjan eiginleika, sjáðu Wikidata:Property proposal.
  3. Mér finst breytingarágrip betra en spjallsíða þegar ég útskýri minniháttar breytingar. Gætir þú vinsamlegast virkjað breytingarágrip ?
    Því miður eru breytingarágrip ekki í boði fyrir hluta og eiginleika síður. Hinsvegar getur þú skrifað breytingarágrip þegar þú tekur aftur breytingu (óháð því hvort breytingin sé þín eða ekki). Til að taka aftur breytingu, smelltu á "Breytingarskrá" flipann, veldu breytinguna sem þú vilt taka aftur og smelltu á "taka aftur".
  4. Ég hef óvart búið til hlut sem á sér enga stoð í raunveruleikanum og núna vil/l ég eyða honum. Hvar get ég fengið hjálp við það?
    Reyndu eyðingartillögur. Það er einnig til smáforritið "Request Deletion" sem þú getur virkjað í stillingunum sem gæti einnig hjálpað. Ef annar hlutur er til fyrir það sem þú bjóst til og vilt eyða, sjáðu Help:Merge.
  5. Hvernig sameina ég tvo hluti ?
    Sjáðu Help:Merge fyrir nákvæmar leiðbeiningar. Það er einnig til smáforritið "Merge" sem þú getur virkjað í stillingunum þínum, sem getur hjálpað við þetta.
  6. Hvernig eyði ég röngum vefsíðutenglum frá hlut?
    Til að eyða vefsíðutengli í hlut, smelltu á [edit] takkan, veldu ruslatunnuna hliðina á vefsíðutenglinum og vistaðu breytingarnar. Þegar þessu er lokið, vinsamlegast bættu eydda vefsíðutenglinum við rétta hlutinn eða búðu til nýjan hlut fyrir hann ef hann er ekki enn til. Þú getur einnig virkjað smátólið "Move" í stillingunum þínum til að hjálpa þér með þetta. Þegar breytingarnar þínar eru ekki augljósar getur þú skilið eftir skilaboð a spjallsíðu hlutanna. Fyrir frekari upplýsingar, sjáðu Help:Merge og Help:Sitelinks.
  7. Hvað eru tilvísanir ? Hvernig nota ég þær ?
    Í Wikidata eru tilvísanir notaðar til að benda á ákveðnar heimildir sem gefa efni staðhæfingar trúverðugleika. Dæmi um tilvísun eru bækur, fræðileg rit og frétta greinar. Fyrir frekari upplýsingar um að bæta tilvísunum við staðhæfingar, sjáðu Help:Sources.
  8. Hlutur hefur þegar tengil á ákveðnu tungumáli. Ég vill bæta við öðrum vefsíðutengli á hlutinn fyrir aðra grein á sama tungumáli, en hugbúnaðurinn leyfir mér það ekki. Hvað ætti ég að gera?
    Wikidata leyfir aðeins einn tengil á hlut og tungumál. Þú sérð villu þegar þú reynir að bæta við nýjum tengli við hlut ef tenglinum hefur þegar verið bætt við annan hlut. Fyrir frekari upplýsingar, sjáðu Help:Sitelinks.
  9. Ég reyndi að bæta vefsíðutengli við hlut, en þegar ég reyndi að vista það þá fékk ég villumeldingu. Hvað ætti ég að gera?
    Wikidata leyfir eingöngu einn vefsíðutengil á hvern hlut og tungumál. Ef þú fékkst villumeldingu en þér finnst að hluturinn sem þú ert að breyta eigi best við vefsíðutengilinn, þá gætir þú þurft að sameina hlutina. Vinsamlegast líttu á Help:Merge eða heimsóttu Wikidata:Interwiki conflicts til að tilkynna ósamræmið.
  10. Hvernig bæti ég við vefsíðutengli á hlut fyrir kafla innan síðu, þ.e. w:Han Dynasty#Eastern Han?
    Vefsíðutenglar wikidata styðja ekki akkeristengla (tengla á ákveðinn hluta síðu). Ef tilvísun vísar á akkerið sem átt er við, getur þú bætt við tilvísuninni sem vefsvæðistengli (með intentional sitelink to redirect (Q70894304) sem merkið). Ef engin slík tilvísun er til staðar þá getur þú mögulega búið hann til í þeim tilgangi.
  11. Hvernig læt ég tvær síður á tungumáli A tengja á eina síðu í tungumáli B, t.d. en:Cirth og en:Tengwar á de:Tengwar und Certar?
    Wikidata getur eingöngu tengt saman eitt atriði við eitt annað atriði, svo þessi tilvik ætti að leysa á sama hátt eins og með akkers tengla (sjá spurninguna á undan). Þú mátt hinsvegar tengja tilvísanir við Wikidata hluti (sjá Wikidata:Sitelinks to redirects).
  12. Hvernig finn ég eiginleika sem hægt er að nota á Wikidata? Hvernig veit ég hvaða eiginleika á að nota við breytingar á wikidata?
    Vinsamlegast athugaðu Wikidata:List of properties fyrir lista yfir eiginleika sem er viðhaldið af samfélaginu. Þegar þú leitar að eiginleikum með leitarvélinni, vinsamlegast settu forskeytið "P:" svo öruggt sé að þú sért að leita í nafnrými eiginleika. Ef þú ert ekki viss um hvort eiginleikinn sem þú ert að nota henti fyrir staðhæfingu, spurðu á spjallsíðu eiginleikans eða á Wikidata:Project chat. Ef þú ert tiltölulega nýbyrjaður/nýbyrjuð að breyta gögnum, þá gæti komið sér vel að athuga nokkra sýningar hluti. Sýningar hlutir eru hlutir sem sýna hvað wikidata getur gert með því að sýna í smáatriðum gögn sem er hægt að geyma á wikidata. Þeir geta verið mikilvæg dæmi um hvaða eiginleika á að nota á mismunandi gerðum af hlutum. Vinsamlegast sjáðu Wikidata:Showcase items fyrir frekari upplýsingar og dæmi.
  13. Samkvæmt breytingarskrá hluts sem ég breytti, hefur fjöldi bæta minnkað eða stækkað mjög mikið, þó ég gerði aðeins smávægilega breytingu. Af hverju gerðist þetta?
    Breytingarskráin sýnir breytingu á stærð hlutarins í innri byggingu hlutarins í gagnabankanum. Þessi villa hefur verið tilkynnt á phab:T41189.
  14. Ég vill bæta við merkimiða/lýsingu/samnefni fyrir nýtt tungumál, en þegar ég smelli á "breyta" þá fæ ég ekki uppgefið tungumálið. Hvernig get ég bætt því við?
    Þetta er sjálfgefið ekki hægt, sjá phab:T126510. Þau tungumál sem sýnd eru má breyta, sjá Help:Navigating Wikidata/User Options. Skráðir notendur geta virkjað labelLister smáforritið. Einnig getur þú notað Special:SetLabelDescriptionAliases.

Vöfrun á síðunni

  1. Ég skil ekki vefslóðina. Q142? P1082? Hvað standa stafirnir og tölurnar fyrir?
    Allar síður í aðalnafnrými og nafnrými eiginleika enda með einstöku auðkenni á forminu Q#### eða P####. Þessi auðkenni standa fyrir Wikidata hluti og eiginleika. Til dæmis stendur Q142 fyrir hlutinn um frakkland og P1082 fyrir íbúafjölda eiginleikann. Tölurnar í auðkenninum eru gefin í þeirri röð sem hlutirnir og eiginleikarnir voru búnir til í Wikidata. Með því að nota auðkenni getur Wikidata stutt mörg tungumál án þess að gera upp á milli þeirra.
  2. Hvernig virkar leitin?
    Aðal leitar möguleikarnir eru Special:Search og Special:ItemByTitle. Sá fyrri leitar á öllum tungumálum og nafnrýmum. Hinn síðari leitar aðeins í aðalnafnrýminu eftir hlut í Wikidata á ákveðnu tungumáli, þar sem titillinn er nákvæmlega sá sami og sá sem þú gefur upp. Vinsamlegast reyndu báða möguleika til að vera viss um að þú finnir hlut sem er til fyrir. Fyrir frekari upplýsingar, sjáðu Help:Navigating Wikidata.
  3. Hvað er aðalnafnrými Wikidata notað fyrir?
    Aðalnafnrými Wikidata er frátekið fyrir hluti eingöngu. Síður í þessu nafnrými eru þekkt sem síður hluta og eru nefnd eftir einstökum auðkennum sínum (Q###). Fyrir frekari upplýsingar um nafnrými Wikidata, sjáðu Help:Namespaces.

Aðrar wikimedia síður

  1. Hvernig get ég notað gögn frá Wikidata á Wikimedia vefsvæðinu mínu?
    Ef Wikidata hefur verið innleitt á þínum wiki, þá getur þú haft aðgang að gögnum þess með þáttunaraðgerð eða Lua skriftu. Snið má búa til að auðvelda aðganginn að gögnunum fyrir alla notendur. Sjá hvernig eigi að nota gögn á Wikimedia verkefnum.
  2. Hvenær verður Wikidata samþætt við Incubator og gamla wikiháskóla ?
    Þetta er ekki stutt af Wikibase hugbúnaðinum. Wikibase gerir ráð fyrir að hvert vefsvæði hafi eingöngu eina síðu um hvert viðfangsefni og breytingar á því felur í sér endurkóðun. Sjáðu phab:T54971 fyrir frekari upplýsingar.
  3. Verða úrvalsgreinar, gæðagreinar og aðrar góðar greinar Wikipedia merktar einhvern veginn á Wikidata?
    Nokkur merki eru aðgengileg, sjáðu Special:SetSiteLink. Ef þú vilt bæta við nýju merki sem er ekki minnst á þar, þá getur þú haft samband við forritarana.
  4. Hvernig get ég tengt í Wikidata frá Wikipedia eða öðrum Wikimedia síðum?
    Samkvæmt Meta-Wiki, bættu [[d:Q39715]] eða [[d:Special:ItemByTitle/enwiki/Lighthouse]] við texta Wikimedia síðunnar.
  5. Ég hef rétt í þessu bætt við vefsíðutengil á hlut fyrir nýja síðu á Wikimedia vefsvæði. Hversu langan tíma tekur það að sjá vefsíðutenglana birtast?
    Venjulega ekki meira en nokkrar mínótur. Þú getur séð vefsíðutenglana strax með því að hreinsa skyndimynnið á viðeigandi Wikimedia síðu síðu (til dæmis, með því að bæta ?action=purge við enda vefslóðarinnar). Fyrir frekari upplýsingar um að bæta við vefsíðutenglum, sjáðu Help:Sitelinks.
  6. Get ég breytt Wikidata beint í greinum á öðrum Wikimedia vefsvæðum?
    Þetta er ekki mögulegt í augnablikinu. En í framtíðinni þurfa notendur annara Wikimedia vefsvæða ekkert endilega að fara á Wikidata til að breyta gögnum sem eru notuð frá Wikidata. Hægt er að fylgjast með þróun þess á phab:T136599. Auk þess, eru nokkur þriðja-aðila smáforrit fyrir þetta; WE-Framework er eitt dæmi.
  7. Hvernig tengi ég Commons flokk við Wikidata?
    Þar sem það er hægt, ætti að bæta við Commons flokki við "aðrar síður" kaflann, t.d. eins og á Category:London (Q7149656). Commons category (P373) staðhæfingu er bætt við aðalhlutinn London (Q84), þar sem einhver hugbúnaður leitar ekki eftir flokka hlutum til að finna commons flokkinn. Ef það er enginn flokka hlutur frá Commons flokknum, þá er hægt að bæta honum við "aðrar síður" kafla aðalhlutsins, td. eins og er á Old War Office Building (Q58454576). Vélmenni bætir við Commons category (P373) staðhæfingum, svo það þurfi ekki að bæta við þeim handvirkt.

Wikipedia og Wikidata

Hvernig Wikidata er innleitt á Wikipedia, sem vinsælasta vefsvæði Wikimeda stofnunarinnar, vekur upp algengar spurningar og áhyggjur. Fyrir frekari upplýsingar sjáðu Wikidata:Wikidata in Wikimedia projects.

  1. Hvernig er Wikidata notuð á Wikipedia?
    Wikidata er notað í mörgum tilvikum á Wikipedia nú þegar. Sum þessara atriða eru í bakgrunninum og önnur eru í forgrunni. Frekari tæmandi skiptingu má sjá á Wikidata:Wikidata in Wikimedia projects.
    Síðan 2013, hefur Wikidata séð um alla tungumálatengla. Auðkennin í "Authority Control" kassanum á botni margra greina á Wikipedia vefsvæðum eru einnig frá Wikidata. Fjöldi Wikipedia vefsvæða á mismunandi tungumálum nota einnig víðtæk not af upplýsingasniðum með upplýsingum frá Wikidata.
    Á árinu 2017, hafði Interlingua Wikipedia 100% greina með upplýsingasniðum og ekkert þeirra innihélt neinar svæðisbundnar upplýsingar, og Katalónska Wikipedia tilkynnti að meira en 300.000 af 600.000 greinum (eða 58%) nota upplýsingasnið frá Wikidata. Franska wikipedia hefur einnig tugi þúsunda upplýsingasniða frá Wikidata. Það áhugaverða er, hinsvegar, að Enska Wikipedia hefur ekki tekið í notkun Wikidata upplýsingasnið í neinum stórum mæli þar sem samfélagið þar ræðir um hversu mikið eigi að nota þau.
  2. Hvernig tekst Wikidata á við skemmdarverk?
    Wikidata notast við gæslu út frá nýjustu breytingum, ásamt ORES, gervigreindar tóli sem hjálpar að finna mögulegar breytingar sem hafa verið gerðar í slæmum tilgangi. Það eru einnig til ytri tól sem leyfa notendum að yfirfara breytingar innan ákveðins ramma (t.d. eigin tungumáls). Samt sem áður, þá hefur Wikidata mun lægra hlutfall skemmdarverka en Wikipedia, að stórum hluta vegna þess hversu nýlegt það er og að það sé ekki eins þekkt. Hinsvegar, þar sem það er notað meira í upplýsingasniðum og sniðum með auðkennum annara vefsvæða, gæti það orðið erfiðara.
  3. Hefur Wikidata stefnu um æviágrip lifandi persóna?
    Á árinu 2018, var Wikidata:Living people samþykkt sem opinber stefna.

Annað

  1. Hvernig bý ég til lista yfir greinar?
    Flettu upp hlutinum sem þú vilt nota og skráðu niður Q númer hlutsins. Skiptu síðan 42 í eftirfarandi vefslóð út fyrir Q töluna frá hlutnum sem þú vilt búa til listann frá og fylgdu eftirfarandi vefslóð: https://www.wikidata.org/w/api.php?action=wbgetentities&format=xml&props=sitelinks&ids=Q42
  2. Hvernig tengi ég beint í Wikipedia síðu með auðkenni Wikidata hlutar?
    Notaðu Special:GoToLinkedPage eyðublaðið. Í fyrsta reitinum (vefsvæði), sláðu inn tungumálið og vefsíðukóðann (t.d. "enwiki"). Í seinni reitnum (auðkenni hlutar), sláðu inn auðkenni hlutarinnar ásamt Q forskeytinu (t.d. "Q2063748"). Þú getur einnig tilgreint breyturnar beint í tenglinum (t.d. Special:GoToLinkedPage/enwiki/Q2063748).

Sjá einnig